Equal Pay Policy ( Icelandic )

Jafnlaunastefna Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. (“ÚR”) tekur til allra starfsmanna félagsins. Markmið stefnunnar er að tryggja starfsmönnum félagsins þau réttindi sem kveðið er á um í 6. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Jafnlaunastefnan er hluti af jafnréttisstefnu ÚR.

Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við kjarasamninga, studdar rökum og tryggi að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf. ÚR greiðir laun sem taka mið af eðli starfa, ábyrgð, álagi, hæfni og árangri í starfi.

Jafnlaunastefnan er hluti af jafnréttisáætlun ÚR þar sem settar eru fram aðgerðir til að tryggja launajafnrétti
Til að fylgja eftir jafnlaunastefnunni þá skuldbindur ÚR sig til að:
– Innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsinns ÍST 85:2012.
– Öðlast jafnlaunavottun í samræmi við 7. gr. laga nr. 150/2020.
– Framkvæma árlega launagreiningu.
– Bregðast við óútskýrðum launamun með umbótum og eftirliti.
– Árlega skal fara fram innri úttekt og rýni stjórnenda.
– Fylgja lögum, reglum og kjarasamningum sem eru í gildi á hverjum tíma og staðfesta árlega af framkvæmdastjórn að þeim sé hlýtt.
– Kynna árlega helstu niðurstöður launagreininga og jafnlaunastefnu fyrir starfsmönnum félagsins.

Jafnlaunastefna þessi er órjúfanlegur hluti af launa- og starfskjarastefnu félagsins. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á að stefnu félagsins í jafnlaunamálum sé framfylgt sem og þróun jafnlaunakerfis.

Framkvæmdastjóri ber einnig ábyrgð á að ákvarðanir um laun umfram kjarasamningsbundnar hækkanir séu í samræmi við jafnlaunastefnu félagsins.

Samþykkt af Stjórn Útgerðarfélags Reykjavíkur hf.
25.1.2023