Privacy Policy ( Icelandic )

I. ALMENNT

Stefna þessi tekur til persónuupplýsinga hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum sambærilegum hætti.

Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma, sem og viðkomandi gerðir samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Taka lögin m.a. á vinnslu, vörslu og miðlun persónuupplýsinga.

II. ÁBYRGÐ

Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. (kt. 410998-2629) ber ábyrgð á skráningu persónuupplýsinga og meðferð þeirra upplýsinga í starfsemi sinni. Hægt er að hafa samband við okkur með því að senda skriflega fyrirspurn á urseafood@urseafood.is eða með því að hringja í 580-4200.

III. SÖFNUN OG NOTKUN

Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. safnar upplýsingum um starfsfólk, viðskiptavini og birgja til að framfylgja ákvæðum laga, kjarasamninga og ráðningarsamninga, eða með veittu samþykki skráðra einstaklinga og vegna annarra lögmætra hagsmuna félagsins.

Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. notast ekki við sjálfvirkar ákvarðanatökur eða við gerð persónusniðs, við vinnslu persónuupplýsinga í starfsemi félagsins.

Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. nýtir ekki persónuupplýsingar í öðrum tilgangi en þeim sem þeirra var safnað fyrir. Félagið afhendir ekki persónuupplýsingar til þriðja aðila nema á grundvelli lagaheimildar, stjórnvaldsfyrirmæla, dómsúrskurðar, skriflegs vinnslusamnings eða með samþykki hins skráða.

IV. VERNDUN OG VARÐVEISLA GAGNA

Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. leggur mikla áherslu á að vernda vel allar persónuupplýsingar og hefur því yfir að skipa innra eftirlitskerfi sem á að tryggja að ávallt skulu gerðar viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar  öryggisráðstafanir.

Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. varðveitir ekki persónuupplýsingar lengur en nauðsynlegt er og er upplýsingunum eytt þegar hagnýtingu þeirra er lokið.

Síðast breytt: 29. Mars 2022