Privacy Policy ( Icelandic )

PERSÓNUVERNDARSTEFNA

  1. ALMENNT

Stefna þessi tekur til persónuupplýsinga hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum sambærilegum hætti.

Um meðferð persónuupplýsinga gilda íslensk lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma, sem og almenn persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins („GDPR“), eða hvers kyns löggjöf sem kemur í stað ofangreindra laga og/eða reglugerðar.

  1. ÁBYRGÐ

Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. (kt. 410998-2629) ber ábyrgð á skráningu persónuupplýsinga og meðferð þeirra upplýsinga í starfsemi sinni. Hægt er að hafa samband við okkur með því að senda skriflega fyrirspurn á urseafood@urseafood.is eða með því að hringja í 580-4200.

III. SÖFNUN OG NOTKUN

Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. safnar upplýsingum um starfsfólk, viðskiptavini og birgja til að framfylgja ákvæðum laga, kjarasamninga og ráðningarsamninga, eða með veittu samþykki skráðra einstaklinga og vegna annarra lögmætra hagsmuna félagsins.

Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. safnar einnig og vinnur persónuupplýsingar til greininga og markaðsrannsókna. Slíkar markaðsrannsóknir og greiningar hafa þann tilgang að öðlast skilning á viðskiptavinum okkar og til að tryggja að vörur okkar mæti þeirra þörfum.

Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. nýtir ekki persónuupplýsingar í öðrum tilgangi en þeim sem þeirra var safnað fyrir. Félagið afhendir ekki persónuupplýsingar til þriðja aðila nema á grundvelli lagaheimildar, stjórnvaldsfyrirmæla, dómsúrskurðar, skriflegs vinnslusamnings eða með samþykki hins skráða.

  1. Afhending persónuupplýsinga til þriðja aðila

Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. kann að deila persónuupplýsingum til þriðja aðila (vinnsluaðila), svo sem þjónustuveitendum og/eða þróunaraðilum, í þeim tilgangi að sinna ákveðnum verkefnum, svo sem í tengslum við gæðamál og markaðssetningu. Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. veitir vinnsluaðilum aðeins þær persónuupplýsingar sem eru þeim nauðsynlegar í ofangreindum tilgangi. Afhending persónuupplýsinga til þriðja aðila (vinnsluaðila) er ávallt gerð á grundvelli vinnslusamnings, til að tryggja öryggi persónuupplýsinga og að vinnsla þeirra sé eingöngu framkvæmd í ofangreindum tilgangi.

 

  1. Vafrakökur

Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. notast við eftirfarandi tegundir á vafrakökum á vefsíðu sinni:

Nauðsynlegar kökur: Vafrakökur sem eru nauðsynlegar til að gera notendum kleift að fara um vefsíðu okkar. Þessar vafrakökur safna engum upplýsingum um þig sem hægt er að nota til markaðsetningar eða um vafrasögu notenda.

Kökur sem bæta virkni: Vafrakökur sem safna upplýsingum um hvernig notendur nota vefsíðu okkar. Þessar vafrakökur safna ekki upplýsingum sem hægt er að persónugreina.

Kökur sem bæta viðmót: Vafrakökur sem muna val notenda, t.d. tungumál eða landsvæði og persónusniða viðmót vefsins. Upplýsingar sem þessar vafrakökur safna er hægt að gera nafnlausar. Slíkar vafrakökur safna ekki upplýsingum um heimsóknir notenda á aðrar vefsíður.

Marksæknar kökur: Varfrakökur sem birta auglýsingar eða skilaboð til notenda. Eftir atvikum eru marksæknar vafrakökur tengdar samfélagsmiðlum, t.d. Facebook.

Greiningarkökur: Vafrakökur sem notaðar eru til að safna upplýsingum í greiningarskyni og til tölfræðilegrar skýrslugerðar um notkun á vefsíðum með tólum eins og Google Analytics, án þess að persónugreina notendur. Slíkum vafrakökum er ætlað að veita félaginu betri skilning á því hvernig vefsíða okkar er notuð og hjálpar okkur að veita ráðleggingar á grundvelli vafrasögu.

Ofangreindar vafrakökur skiptast í tvo flokka.

Lotukökur: Fylgjast með aðgerðum notenda í einni lotu, þ.e. í eitt tiltekið skipti þegar notandi notar vefsíðuna.

Viðvarandi kökur: Eru geymdar í tölvu eða farsíma notenda í ákveðinn tíma. Slíkar kökur virkjast sjálfkrafa þegar farið er inn á tiltekna vefsíðu.

 

VII. VERNDUN OG VARÐVEISLA GAGNA

Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. leggur mikla áherslu á að vernda vel allar persónuupplýsingar og hefur því yfir að skipa innra eftirlitskerfi sem á að tryggja að ávallt skulu gerðar viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar  öryggisráðstafanir. Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. notast við örugga vefþjónustutækni til að tryggja að persónuupplýsingar séu verndaðar með öruggustum hætti. Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. notast við dulkóðun til að vernda persónuupplýsingar. Dulkóðunin gerir óviðkomandi aðilum nærri ómögulegt að lesa upplýsingar sem notendur samþykkja að veita félaginu.

Persónuupplýsingar kunna að vera geymdar eða fluttar út fyrir Evrópska efnahagssvæðið (EES) til landa sem veita ekki sambærilega vernd og þá sem veitt er innan EES. Við flytjum eingöngu persónuupplýsingar til þjónustuveitenda sem fullnægja skilgreindum lagakröfum, sem tryggir að þeir veiti sambærilega vernd sem veitt er innan EES.

Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. varðveitir ekki persónuupplýsingar lengur en nauðsynlegt er og er upplýsingunum eytt þegar hagnýtingu þeirra er lokið.

 

Síðast breytt: 21. Ágúst 2023