Jafnréttisstefna

Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. („ÚR“) er jafnréttissinnaður vinnustaður þar sem leitast er við að fá fólk af öllum kynjum til að starfa í hinum ólíku starfshópum á vinnustaðnum. Óheimilt er að mismuna starfsmönnum vegna kyns, kynhneigðar eða uppruna.

Megináherslur ÚR í jafnréttismálum:

Launajafnrétti
Konur, karlar og fólk með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá skulu fá greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.

Laus störf og starfsþjálfun
Störf sem laus eru til umsóknar skulu standa opin fyrir jafnt konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá.
Konur, karlar og fólk með hlutlausa skráningu í þjóðskrá skulu jafnframt eiga sömu möguleika til að sækja námskeið og starfsþjálfun sem haldin eru á vegum félagsins.

Vinna og einkalíf
ÚR er fjölskylduvænn vinnustaður. Félagið leggur ríka áherslu á að starfsmenn geti samræmt vinnu sína og einkalíf.

Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni.
Kynbundin og kynferðisleg áreitni og kynbundið ofbeldi er aldrei liðinn af hálfu ÚR. Sérstök stefna og viðbragðsáætlun hefur verið sett af hálfu ÚR gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi.

Framfylgd Jafnréttisstefnu
Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á að Jafnréttisstefnu ÚR sé framfylgt. Stjórnendur og starfsfólk bera sameiginlega ábyrgð á að fara eftir ákvæðum stefnunnar.

Samþykkt af stjórn Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. þann 29.3.2022