Stjórnhættir
Félagsstjórn ber ábyrgð á ráðningu framkvæmdastjóra. Í sameiningu mótar félagsstjórn og framkvæmdastjóri áætlanir og stefnur fyrir félagið, ásamt því að setja fram markmið og greina áhættuþætti fyrir samstæðuna í heild.
Stjórnarmenn og framkvæmdastjórn
Endurskoðunarnefnd
Anna Geirfinnsdóttir, formaður endurskoðunarnefndar, óháður aðili.
Magnús Helgi Árnason, í stjórn Útgerðarfélags Reykjavíkur hf.
Rebekka Guðmundsdóttir, í stjórn Útgerðarfélags Reykjavíkur hf.
Regluvarsla
Hjalti Ragnarsson
regluvordur@urseafood.is

Magnús Helgi Árnason, stjórnarformaður

Agnes Guðmundsóttir, meðstjórnandi
Agnes Guðmundsóttir, meðstjórnandi, fyrst kjörin í stjórn í Apríl 2016. Agnes er útskrifuð með Honors í BBA Strategic Design & Management frá Parsons School of Design (2016). Agnes hefur setið í stjórn félagsins ásamt því að sitja í stjórnum ÚR Innovations ehf. og RE-13 ehf. Agnes hefur starfað hjá Icelandic Asia við innkaup og markaðsmál frá árinu 2017. Agnes er formaður félags Kvenna í sjávarútvegi, ásamt því að sitja í stjórnum Iceland Sustainable Fisheries, sem sér um MSC vottanir á íslenskum fiski, og nýsköpunarfyrirtækinu Learn Cove, sem hefur hannað þjálfunar- og fræðslubúnað sem fyrirtæki í sjávarútvegi á Íslandi og erlendis nýta sér. Þá situr Agnes í fyrirtækjaráði UNICEF. Agnes er háð félaginu og hluthöfum þess vegna venslatengsla við Guðmund Kristjánsson. Agnes á engin önnur hagsmunatengsl við helstu viðskipta- og samkeppnisaðila félagsins en framan greinir.

Rebekka Guðmundsóttir, meðstjórnandi

Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri. Runólfur er með M.S gráðu í iðnaðarverkfræði og B.S gráðu í Iðnaðar- og vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og stúdent frá Verzlunarskóla Íslands af stærðfræðibraut. Runólfur er með löggildingu í verðbréfaviðskiptum.
Runólfur hefur verið framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. síðan september 2018, þar áður fjármálastjóri og aðstoðarmaður forstjóra útgefanda frá 2010. Hann starfaði þar áður á íslenskum fjármálamarkaði frá 2006 til 2009 við verðbréfamiðlun. Á árunum 1989 til 2006 vann Runólfur fjölmörg störf í íslenskum sjávarútvegi, m.a. við fiskvinnslu, fiskveiðar og stjórnun.
Runólfur er einnig framkvæmdastjóri tveggja dótturfélaga útgefanda, ÚR Innovation ehf. og RE-13 ehf. Runólfur er í stjórn Zym Ice ehf. sem er eignarhaldsfélaga um framleiðslu og markaðssetningu á Unbroken. Þá situr Runólfur í stjórn Rafnar ehf. og er stjórnarformaður Sirion Seafood ApS, sem er danskt sölufélag í 100% eigu útgefanda. Runólfur er venslaður við eigendur og stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækisins Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði, félag sem er í 100% eigu fjölskyldu og annarra ættingja Runólfs. Framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf. er faðir Runólfs.