Útgerðarfélag Reykjavíkur hf.: Samstæðuársreikningur 2023

15 March 2024

Stjórn Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. („ÚR“) samþykkti í dag samstæðuársreikning félagsins fyrir rekstrarárið 2023.

Rekstratekjur samstæðu ÚR námu 81,6m EUR árið 2023 og samanborið við 95m EUR árið 2022.  Hagnaður eftir skatta nam 16,3m EUR samanborið við 71,4m EUR árið 2022.

Heildareignir samstæðu ÚR námu 460,9m EUR í lok árs. Skuldir í árslok námu 173,1m EUR. Eigið fé í árslok nam 287,9m EUR og var eiginfjárhlutfall 62,4%.

Stjórn félagsins leggur til við aðalfund að greiddur verði arður allt að fjárhæð 8.300.000 EUR sem er í samræmi við arðgreiðslustefnu félagsins.

Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur:
Rekstur ÚR var ásættanlegur í fyrra. Aflaverðmæti Guðmundar Í Nesi, frystiskips félagsins hefur aldrei verið meira eða 4 milljaðar á einu ári mv. CIF.

Árið 2023 var ár uppbyggingar þar sem ÚR fjárfesti í fiskvinnslu sem sérhæfir sig í markaðssetningu á fiskafurðum fyrir hátt borgandi markaði.

ÚR stóð að fjölmörgum nýsköpunarverkefnum á liðnu ári og hefur styrk og þolinmótt fjármagn til slíkra verkefna. Auðlindanýting eins og fiskveiðar er langtíma verkefni sem nauðsynlegt er að huga vel að.

ÚR fjárfesti í Rafnari á árinu, sem vinnur að framþróun á „ÖK hull“ sem er byltingarkennd hönnun við bátasmíð. ÚR er kjölfestufjárfestir í ÍS haf sem fjárfesti í tveimur fyrirtækjum í fyrra, Thor landeldi og Kapp.

Nánari upplýsingar veitir:
Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri, í síma 580-4200 eða rvg@urseafood.is

Samstæðuársreikningur ÚR 2023