Útgerðarfélag Reykjavíkur gerir samning um sölu á RE27 ehf.

22 September 2022

Útgerðafélags Reykjavíkur hf. (ÚR) hefur gert samkomulag við Brim hf. um sölu á öllu hlutafé ÚR í félaginu RE27 ehf.  Með í kaupunum fylgir frystitogarinn Sólborg RE-27 ásamt aflahlutdeild í loðnu, makríl, gulllaxi og veiðiheimildum í Barentshafi.

Umsamið söluverð er um 88,5 milljónir evra og greiðist með yfirtöku skulda ásamt reiðufé.

Viðskiptin eru gerð með hefðbundnum fyrirvörum með samþykki þar til bæra aðila.

Frekari upplýsingar gefur Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚR í síma 580-4227.