Brim hf. gerir út þrjú öflug skip. Aflaverðmæti skipa Brims á árinu 2009 var rúmir 7,3 milljarðar króna og nam aukningin um 33% frá fyrra ári. Heildarafli skipanna var 28.015 tonn og hefur aflinn aldrei verið jafn mikill á einu ári. Guðmundur í Nesi RE 13 var með mest aflaverðmæti eða 1,95 milljarða.  Eins og aðrar útgerðir á Íslandi í dag verður Brim hf. að leita í aðrar tegundir en þorsk. Þorskur hefur verið uppistaðan í veiðum ísfisktogaranna á síðustu árum en núna í þessum miklu þorskhremmingum er mikill styrkur í góðum skipum sem geta sótt á fjarlæg mið og veitt aðrar tegundir en þorsk.