Eig­end­ur Ögur­vík­ur hf. og Brim hf. hafa gert sam­komu­lag um að Brim hf. kaupi allt hluta­fé í Ögur­vík. Fé­lagið á og ger­ir út frysti­tog­ar­ann Vigra RE-71 frá Reykja­vík og þá hef­ur fé­lagið rekið sölu­skrif­stofu fyr­ir sjáv­ar­af­urðir og vélsmiðju sem m.a. fram­leiðir tog­hlera.

Á Vigra RE-71 eru tvær áhafn­ir, sem skipta með sér veiðiferðum, alls 54 manns. Afla­heim­ild­ir skips­ins á þessu fisk­veiðiári eru um 10.000 tonn upp úr sjó. Sagt er frá þessu í til­kynn­ingu frá fé­lög­un­um.

Brim hf. á og ger­ir út þrjá frysti­tog­ara frá Reykja­vík, Guðmund í Nesi RE-13, Brim­nes RE-27 og Kleif­a­berg RE-70. Afla­heim­ild­ir skip­anna nema um 24.000 tonn­um upp úr sjó. Hjá fyr­ir­tæk­inu vinna um 150 manns til sjós og lands. Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að Brim hf. hygg­ist gera Vigra RE-71 áfram út frá Reykja­vík.

„Það er okk­ur eig­end­um Ögur­vík­ur hf. mikið fagnaðarefni að nú þegar við hyggj­umst róa á önn­ur mið þá skuli öfl­ug út­gerð í Reykja­vík taka við Vigra.  Það er okk­ur mik­ils virði að sem minnst rösk­un verði á hög­um sjó­mann­anna en marg­ir þeirra hafa unnið hjá fyr­ir­tæk­inu í ára­tugi“ er haft eft­ir Hirti Gísla­syni, fram­kvæmda­stjóra Ögur­vík­ur, í til­kynn­ing­unni.

Haft er eft­ir Guðmundi Kristjáns­syni, for­stjóra Brims, að kaup­in falli vel að rekstri fé­lags­ins. Seg­ir hann að með kaup­un­um á Vigra styrk­ist rekst­ur Brims. „Það hef­ur sýnt sig að með stærri ein­ing­um verða ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki öfl­ugri. Það á ekki síst við á er­lend­um mörkuðum þar sem ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur á í harðri sam­keppni um sölu afurðanna. Það má ekki gleym­ast að þar ræðst af­koma okk­ar að stór­um hluta,“ er haft eft­ir Guðmundi í til­kynn­ing­unni.

Hjört­ur seg­ir í sam­tali við mbl.is að Ögur­vík verði áfram um sinn rekið með nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi og að ekki verði farið í samrunaaðgerðir strax. Þá seg­ir hann að með í kaup­un­um séu öll rétt­indi og skyld­ur Ögur­vík­ur og þar með starfs­manna­samn­ing­ar. Aðspurður um hvort gerðar verði ein­hverj­ar breyt­ing­ar á starfs­manna­haldi fé­lags­ins seg­ir Hjört­ur að með söl­unni sé „ekki verið að rétta nein­um upp­sagn­ar­bréf.“

Kaup­verðið er trúnaðar­mál, en eig­end­ur Ögur­vík­ur voru Mar­grét Gísla­dótt­ir, Her­mann Gísla­son, Hjört­ur Gísla­son og Brynj­ólf­ur Hall­dórs­son. Hjört­ur seg­ir að viðræðurn­ar við Brim hafi ekki staðið lengi yfir. Ögur­vík var stofnað árið 1971.