Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. (ÚR) hefur lokið sölu á víxlinum UR 25 0601. Seldir voru víxlar að fjárhæð 500 m.kr. með 8,35% vöxtum sem eru sömu vextir og síðustu útgáfu víxilins. Áður hafði félagið selt 1.380 m.kr. í víxlinum. Heildarstærð útgáfunnar nemur því 1.880 m.kr.
Greiðslu- og uppgjörsdagur er föstudagurinn 28. mars 2025.
Arctica Finance hf. hafði umsjón með sölu víxlanna.
Nánari upplýsingar veitir:
Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri, í síma 580-4200 eða rvg@urseafood.is