Útgerðarfélag Reykjavíkur hf.: Samstæðuársreikningur 2024

31 March 2025

Stjórn Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. („ÚR“) samþykkti í dag samstæðuársreikning félagsins fyrir rekstrarárið 2024.

Rekstratekjur samstæðu ÚR námu 89,3m EUR árið 2024 og samanborið við 81,6m EUR árið 2023. Hagnaður eftir skatta nam 3,1m EUR samanborið við 16,3m EUR árið 2023.

Heildareignir samstæðu ÚR námu 537,4m EUR í lok árs. Skuldir í árslok námu 252,3m EUR. Eigið fé í árslok nam 285,1m EUR og var eiginfjárhlutfall 53%.

Stjórn félagsins leggur til við aðalfund að greiddur verði arður allt að fjárhæð 1.500.000 EUR sem er í samræmi við arðgreiðslustefnu félagsins.

Nánari upplýsingar veitir:
Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri, í síma 580-4200 eða rvg@urseafood.is

Ársreikningur Útgerðarfélags Reykjavíkur 2024