synin
Sýn fyrirtækisins er að fylgja nútímakröfum um arðbæran rekstur. Með nýju lagi hefur Útgerðarfélag Reykjavíkur sett á oddinn að nýta auðlindir sjávar með sjálfbærum og ábyrgum hætti og hefur þrjár meginstoðir fyrir slíkan rekstur að leiðarljósi: Frumkvæði, áreiðanleika og virðingu.
Fyrirtækið hefur á að skipa öflugri liðsheild af hæfu starfsfólki og er rekið af næmleika fyrir tækifærum sem bjóðast til að bæta starfsemina á hverjum tíma. Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. leggur upp úr áreiðanleika og stendur við þær gæðakröfur sem það gerir sjálft með því að fylgjast náið með þróun markaðarins og standa í nánu og stöðugu sambandi við þarfir og kröfur viðskiptavina og starfsmanna sinna. Jafnframt er lagt upp úr virðingu og þekkingu á vistkerfinu, fiskistofninum og umhverfinu.
Með því að samhæfa ólík öfl fyrirtækisins s.s. veiðiheimildir, fjármagn, gott starfsfólk, góða stjórnun, þekkingu og reynslu villÚtgerðarfélag Reykjavíkur hf. tryggja árangur og skipa sér í röð fremstu fyrirtækja í sjávarútvegi á Íslandi.