Útgerðafélagið Brim hf. telur veiðar skipanna Brimnes RE. 27 og Guðmundar í Nesi RE 13, í fiskveiðilögsögu Grænlands löglegar, enda skipin með veiðileyfi og veiðiheimildir sem útgefin eru af grænlenskum stjórnvöldum.

Bæði skipin er með nokkur veiðileyfi. Þar á meðal er leyfi til veiða innan íslenskrar, grænlenskrar, norskrar og rússneskri lögsögu.

Á fundi íslenskra stjórnvalda og grænlenskra stjórnvalda í mars 2014, upplýstu grænlensk stjórnvöld íslensk stjórnvöld um það að grænlensk stjórnvöld ætluðu að úthluta fiskiskipum 15.000 lestum af síld til veiða í grænlenskri lögsögu. Skipin Brimnes RE. 27 og Guðmundur í Nesi RE 13, fengu veiðileyfi í þessari úthlutun Grænlendinga, ásamt grænlenskum, færeyskum og rússneskum skipum og í dag hafa þessi skip veitt síld út á þetta veiðileyfi grænlenskra stjórnvalda þar á meðal þann afla sem er tilfefni umfjöllunar fjölmiðla.

Unnið hefur verið að því undanfarin ár að kanna síldarstofna sem veiðast í grænlenskri fiskveiðilögsögu. Grænlensk stjórnvöld hafa ekki fallist á það að síld sem er í grænlenskri lögsögu sé annað en síld og þá grænlensk sumargotssíld, grænlensk vorgotssíld, eða einhver annars síldarstofn.

Íslenskum og grænlenskum stjórnvöldum var tilkynnt reglulega um veiðarnar og samsetningu þess afla sem kom í veiðarfæri skipsins.

Brim telur sig stunda fullkomlega löglegar veiðar í lögsögu Grænlands.